Leitað sátta í máli útibús Landsbankans í Sandgerði
Fulltrúar Bæjarstjórnar Sandgerðis eru á fundi í aðalstöðvum Landsbanka Íslands í Reykjavík. Bæjarstjórn Sandgerðis hafði lagt fram harðorða bókun á aukafundi bæjarstjórnarinnar um málefni Landsbankans þann 3. mars síðastliðinn.Þar kom fram að ef Landsbankinn myndi skerða þjónustu við Sandgerðinga og Sandgerðisbæ myndu bæjaryfirvöld hefja viðræður við aðra banka eða sparisjóði til að kanna opnun útibús eða afgreiðslu sem þjónaði Sandgerðingum og Sandgerðisbæ með sóma. Fundurinn sem stendur yfir núna gerir sennilega út um það hvort Landsbankinn verður við kröfum bæjarstjórnar Sandgerðis um óskerta þjónustu.