Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leitað eftir bílveltu, fundust heima
Laugardagur 10. mars 2007 kl. 20:44

Leitað eftir bílveltu, fundust heima

Leit var gerð í dag að mönnum sem sáust yfirgefa bíl sem hafði oltið út fyrir Grindavíkurveg, skammt sunnan við Seltjörn.

Vitni sáu þá hverfa út í myrkrið, en slæmt veður var á slysstað og mikið slabb á veginum.

Eftir að leitað hafði verið um hríð náðist í ökumanninn sem hafði komist til síns heima í Grindavík, ómeiddur. Mennirnir voru engu að síður fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024