Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leitað að snáða í Reykjanesbæ
Mánudagur 8. febrúar 2010 kl. 11:46

Leitað að snáða í Reykjanesbæ

Björgunarsveitin Suðurnes var kölluð út í gærkvöldi til þess að leita að fjögurra ára gömlum dreng sem horfið hafði af heimilli sínu í Reykjanesbæ.


Lögreglumenn tóku einnig þátt í leitinni en drengurinn hvarf af heimili sínu um hálf átta í gærkvöldi. Hann fannst skömmu síðar og hafði hann brugðið sér í heimsókn í næsta hús án þess að foreldrarnir yrðu þess varir. Þegar ljóst var hvar drengurinn var niðurkominn var aðstoð björgunarsveitar afturkölluð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024