Leitað að Kristínu Júlíönu 13 ára
Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Kristínu Júlíönu Baldursdóttur 13 ára til heimilis að Lækjarmótum 19, Sandgerði. Kristín Júlíana hefur ekki skilað sér heim að loknum grunnskóla í Sandgerði í gær og ekki er vitað um ferðir hennar eftir það.
Kristín Júlíana er 172 cm á hæð og þéttvaxin, með sítt rautt hár. Hún var klædd í svarta úlpu með skinnkraga, svörtum leggings, svörtum skóm og með Hello Kitty tösku.
Þeir sem verða varir við Kristínu Júlíönu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 444-2299 eða 444-2200.