Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leitað að formanni atvinnumálanefndar
Laugardagur 27. september 2008 kl. 11:17

Leitað að formanni atvinnumálanefndar

Atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga hefur ekki haldið fund síðan í október 2007 og stendur til að leggja nefndina niður, samkvæmt því sem fram kom á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Sigurður Kristinsson, bæjarfulltrúi H-listans, vakti máls á þessu og lét ekki nægja að leggja fram bókun vegna málsins heldur einnig vísukorn.
Í bókun sem Sigurður lagði fram segir að fyrir síðustu kosningar hafi H-listinn verið gagnrýndur fyrir að hafa atvinnumálin á hendi bæjarstjórnar í stað þessa að hafa starfandi atvinnumálanefnd. Þessu hafi E-listinn ætlað að breyta.

„Og atvinnumálanefnd var stofnuð en hún hefur ekki haldið fund síðan í október 2007 eða í tæpt ár og nú á að leggja nefndina niður og setja atvinnumálin í sama farveg og hann var í stjórnartíð H-listans.
Á síðasta bæjarstjórnafundi lofaði forseti bæjarstjórnar að atvinnumálanefndin myndi skila af sér verkum  áður en hún yrði lögð niður og lofaði að fara með aðstoðarmann og leita að formanni nefndarinnar en eins og málið lítur út í dag hefur ekki sú leit borið árangur en vonandi verður haldið áfram að leita,” segir Sigurður í bókun sinni og hnykkir síðan á henni með eftirfarandi vísukorni:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fóru til leitar fræknir menn
flæktust um vegi hála.
En forseti Birgir ei finnur enn
formann atvinnu mála.


Forseti bæjarstjórnar upplýsti að unnið væri að málum nefndarinnar sem myndi funda innan tíðar.