Leitað að flugvél í nágrenni Grindavíkur
Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum, Suðurlandi og víðar, björgunarsveitir og lögreglan ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar leita lítillar flugvélar í nágrenni Grindavíkur og á Suðurlandi. Vélin fór frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum í morgun. Flugmaður og þrír farþegar voru um borð.
Þyrla gæslunnar sást við Hveragerði kl. 14.20 en síðasta staðsetning flugvélarinnar var við Heiðmörk, skömmu eftir að hún fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli. Síðan hefur ekkert heyrst til hennar og enginn hefur gefið sig fram sem hefur séð til vélarinnar.