Leitað að báti í nótt
Klukkan tvö í nótt var Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út til leitar að bát sem hafði dottið út úr sjálfvirku tilkynningarskyldunni við Reykjanestá og svaraði hvorki talstöð né síma. Björgunarsveitin sendi þegar af stað björgunarskipið Odd V. Gíslason og stuttu seinna björgunarbátinn Árna í Tungu.
Skömmu áður en að Oddur V. komst á síðasta þekkta stað bátsins svaraði siptsjórinn í símann og reyndist allt vera í lagi um borð. Var þá bátunum snúið við og var aðgerðum lokið um klukkan hálf fimm í morgun