Leitað að æfingarhúsnæði fyrir tónlistarfólk
Tekinn var fyrir undirskriftarlisti um bætta æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir á fundi Menningar- íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar (MÍT). Þar skrifuðu 25 ungmenni nafn sitt undir.
MÍT fagnar þessum áhuga unga fólksins og mun leita að heppilegu húsnæði. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum fyrir nokkrum mánuðum um slíkt húsnæði sem MÍT hafði til leigu á þeim tíma, en ekki reyndist nægur áhugi hljómsveita þá.
Ef bæjarbúar hafa yfir að ráða heppilegu húsnæði sem mögulega gæti hentað sem æfingahúsnæði fyrir unga tónlistamenn eru þeir vinsamlega beðnir um að hafa samband við forstöðumann 88 Hússins í síma 898-1394.
MÍT fagnar þessum áhuga unga fólksins og mun leita að heppilegu húsnæði. Auglýst var eftir áhugasömum aðilum fyrir nokkrum mánuðum um slíkt húsnæði sem MÍT hafði til leigu á þeim tíma, en ekki reyndist nægur áhugi hljómsveita þá.
Ef bæjarbúar hafa yfir að ráða heppilegu húsnæði sem mögulega gæti hentað sem æfingahúsnæði fyrir unga tónlistamenn eru þeir vinsamlega beðnir um að hafa samband við forstöðumann 88 Hússins í síma 898-1394.