Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita vars undan veðri á Stakksfirði
Kleifaberg rétt utan við höfnina í Keflavík. VF-myndir: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 10:49

Leita vars undan veðri á Stakksfirði

Um tugur fiskiskipa er nú í vari á Stakksfirði, skammt undan landi. Rétt utan við höfnina í Keflavík má sjá togarana Kleifaberg og Vigra. Aðeins utar er svo togarinn Sólberg.
 
Einnig eru Tjaldur, Júlíus Geirmundsson, Björgvin, Baldvin Njálsson og Arnar sjáanlegir frá landi utan við Keflavík og Hólmsbergið.
 
Veðrið er ekki gott, suðvestan stormur og víða gert ráð fyrir meiri veðurhæð næsta sólarhringinn. Þannig hefur Veðurstofa Íslands gefið út viðvörun fyrir fjölmörg spásvæði á miðum við landið.

 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024