Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita upplýsinga um leturstein frá Brunnastöðum
Föstudagur 18. október 2002 kl. 12:19

Leita upplýsinga um leturstein frá Brunnastöðum

Nýlega fannst við Brunnastaði á Vatnsleysuströnd þessi letursteinn þegar verið var að grafa fyrir símastreng. Hér er um nýfundnar fornleifar að ræða. Stafir (G.I. & E.D.) eru greiptir á aðra hlið steinsins, en á hina er greipt ártalið 1779. Ofarlega á öllum hliðum steinsins, sem er um hnefastór, eru grópir, sennilega festur fyrir járnskraut.Í hvaða tilgangi þetta hefur verið gert og hvaða fólk hefur átt upphafsstafina er enn ekki vitað. Fróðlegt væri að heyra frá einhverjum, sem kann skil á hvorutveggja. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar geta sent póst á [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024