Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita sjómanns sem féll fyrir borð
Fimmtudagur 25. júlí 2013 kl. 15:34

Leita sjómanns sem féll fyrir borð

30 sjómílur suðvestur af Reykjanestá

Kl 06:15 hafði báturinn Skinney SF 020 samband við stjórnstöð LHG og tilkynnti að þeir hefðu mögulega misst mann fyrir borð.  Skipið var statt um 30 sjómílur suðvestur frá Reykjanestá. Strax var hafist handa við að skipuleggja mögulega leit að manni í sjó, öllum nærstöddum skipum var beint á svæðið.  Skipin hófu skipulega leit um leið og þau komu á svæðið.

Leitarskilyrði voru mjög slæm í fyrstu, svartaþoka á svæðinu og því ekki hægt að nota þyrlu til leitar.  Skyggni lagaðist þegar leið á morguninn og var þá TF-LIF send til leitar ásamt því að skipin voru enn við leit á sjó.
Samtals hafa 19 skip og bátar tekið þátt í leitinni, þar af björgunarskip og minni bátur SVFL frá Grindavík og minni báts SVFL frá Garði, ásamt þyrlu LHG.
Leit stendur enn yfir.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024