Leita leiða til að geta endurgreitt 80% fargjalds í strætó
Suðurnesjabær hefur hingað til greitt niður 80% fargjalds í strætó fyrir ungmenni, aldraða og öryrkja með því að selja strætómiða í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins.
Vegna breytinga hjá Strætó þar sem sölu strætómiða hefur verið hætt, hafa starfsmenn sveitarfélagsins lagt sig fram í að finna leiðir til að geta haldið þeim af- slætti sem sveitarfélagið hefur veitt, þó svo miðasala einstakra miða hætti. Suðurnesjabær mun leita eftir samtali við Vegagerðina og Strætó vegna frekari þróunar strætóapps og þjónustu- leiða. Þangað til verður hægt að fá endurgreitt 80% af keyptum miðum gegn framsali kvittana fyrir greiðslu eða kaupa fargjöld í íþróttamiðstöðvum og fá senda miða í strætóappið í síma kaupanda. Nánari upplýsingar munu birtast á heimasíðu Suðurnesjabæjar, segir í fundargögnum frá síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesja.