Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leita leiða til að dagvöruverslun verði starfrækt að nýju í Vogum
Verslunarplássið er í Iðndal í Vogum.
Mánudagur 24. maí 2021 kl. 06:57

Leita leiða til að dagvöruverslun verði starfrækt að nýju í Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í lok apríl að festa kaup á húsnæði því sem áður hýsti Verslunina Voga, þ.e. í sama húsi og bæjarskrifstofurnar eru til húsa. Verslunin hætti starfsemi fyrir nokkru, en síðan þá hefur verið starfræktur veitingastaður í húsnæðinu. Nú hafa eigendur þess staðar ákveðið að loka og hætta starfseminni.

„Bæjaryfirvöldum fannst mikilvægt við þessar aðstæður að leggja sitt að mörkum, og hyggst með kaupunum á húsnæðinu leita leiða til að dagvöruverslun verði starfrækt að nýju í sveitarfélaginu. Þegar hefur verið leitað til nokkurra aðila sem starfa á dagvörumarkaði, og standa vonir okkar til að þær skili árangri. Mikilvægt er fyrir íbúa sveitarfélagsins að hafa aðgang að verslun með helstu vörur í nærumhverfi sínu, og vill sveitarfélagið því með þessari aðgerð leggja sitt að mörkum til að svo geti orðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024