Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita fleiri tilboða í ljósleiðaravæðingu Vatnsleysustrandar
Mánudagur 10. desember 2018 kl. 06:52

Leita fleiri tilboða í ljósleiðaravæðingu Vatnsleysustrandar

Minnisblað bæjarstjóra um lagning ljósleiðara í dreifbýli Sveitarfélagsins Voga var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Voga. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu mála varðandi lagningu ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagins. Styrkur fékkst til verksins úr Fjarskiptasjóði, undir formerkjum verkefnisins "Ísland ljóstengt 2020". Sveitarfélagið hefur samstarf um verkefnið við Mílu ehf. Jafnframt var lögð fram uppreiknuð kostnaðaráætlun við verkið, byggð á áætluðum magntölum og einingaverðum verktaka. 
 
Bæjarráð Voga samþykkti samhljóða á fundinum fyrir sitt leyti frestun framkvæmdarinnar til vors 2019. Bæjarráð leggur jafnframt til að leitað verði fleiri tilboða í verkið, og þess freistað að lækka með því kostnað við framkvæmdir. Að fengnum þeim niðurstöðum mun bæjarráð taka afstöðu til þess hvort, og þá hversu há tengigjöld verða lögð á viðkomandi staðföng.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024