Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita að nýju húsnæði fyrir Fjörheima
Mánudagur 19. nóvember 2007 kl. 17:43

Leita að nýju húsnæði fyrir Fjörheima

Félagsmiðstöðin Fjörheimar í Reykjanesbæ mun bráðlega færa sig um set þar sem fyrirhugðaðar eru miklar breytingar á núverandi húsnæði, sem er sambyggt Stapa.


Áætlanir um Hljómahöllina sem fer í framkvæmd á næstu vikum fela ekki í sér að Fjörheimar verði staðsettir þar lengur og eru bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ nú að vinna að því að finna nýtt húsnæði fyrir starfsemina. Í Fjörheimum hafa krakkar á aldrinum 13-16 ára úr öllum skólum og hverfum Reykjanesbæjar getað hist og voru uppi hugmyndir um að færa starf félagsmiðstöðvanna alfarið inn í grunnskólana. Á samráðsfundi við krakkana kom hins vegar fram einlæg ósk þeirra um að Fjörheimar verði áfram ein miðlæg félagsmiðstöð og var því úr að nýtt húsnæði verður fundið.

Á opnum fundi með grunnskólabörnum á dögunum sagði bæjarstjóri að nokkur líkleg hús væru í sigtinu, jafnvel á Vallarheiði, en enn ætti eftir að taka lokaákvörðun um staðsetningu.

Mynd/ www.fjorheimar.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024