Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita að leikurum á Suðurnesjum
Mánudagur 4. júlí 2016 kl. 10:05

Leita að leikurum á Suðurnesjum

- Tökur við Hafnargötu á morgun

Tökur á grínþáttaröðinni Borgarstjórinn eru hafnar og verður sena tekin upp við Hafnargötu 21 í Reykjanesbæ, þar sem Kaffibarinn var áður. Verið er að leita að fólki á aldrinum 22 til 26 ára til að leika í senunni sem verður tekin upp á morgun, þriðjudag frá klukkan 15 til 19. Greitt verður fyrir þátttöku. Nánari upplýsingar má nálgast með tölvupósti á netfangið [email protected].

Með aðalhlutverk í þáttunum fara þau Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Helga Braga Jónsdóttir. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í haust. Hér má sjá kynningarstiklu:
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024