Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita að hrekkjóttum krumma og vilja koma honum í skjól
Krumminn kom við á knattspyrnuleik í Grindadvík í síðustu viku. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 16:53

Leita að hrekkjóttum krumma og vilja koma honum í skjól

Eigendur hrafns sem hefur verið alinn upp í Vogum á Vatnsleysuströnd í sumar leita nú að krumma og vilja koma honum í öruggt skjól. Hans býður búr og tryggt að hann hrelli ekki fólk frekar.

Hrafninn hefur verið vinsæll hjá fólki í Vogum í sumar. Hann hefur þó verið hrekkjóttur, eins og hrafnar eiga til að vera. Síðustu daga hefur krummi hins vegar lagt upp í lengri ferðalög og fór til Grindavíkur í síðustu viku þar sem hann fylgdist með fótboltaleik og vildi með leikmönnum inn í klefa í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá hafa borist fréttir af því að krummi hafi komið við í Bláa lónunu og verið að stríða gestum þar, sem hafa tekið misvel í uppátæki hrafnsins.

Nú hafa borist af því fréttir að gefið hafi verið út skotleyfi á hrafninn. Eigendur hans eru því í kapphlaupi við skyttuna að hafa uppi á fulglinum og koma honum í skjól, því eigendur krumma vilja að hann lifi áfram, enda hefur hann ekki valdið neinum skaða, þó hrekkjóttur sé.

Um leið og eigendur hafa náð krumma verður hann settur í búr, segir einn af þeim sem nú leitar hrafnsins í nágrenni Bláa lónsins.