Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Leita að forstöðumanni náttúrustofu
  • Leita að forstöðumanni náttúrustofu
Föstudagur 9. janúar 2015 kl. 09:48

Leita að forstöðumanni náttúrustofu

Stjórn Náttúrustofu Suðvesturlands hefur auglýst starf forstöðumanns náttúrustofunnar laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. janúar nk. Náttúrustofa Suðvesturlands (áður Náttúrustofa Reykjaness) er rekin samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur. Stofan er staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði og starfar þar undir sama þaki og í nánu samstarfi við Þekkingarsetur Suðurnesja og Rannsóknarsetur HÍ á Suðurnesjum.

Náttúrustofa Suðvesturlands hefur fengist við margvísleg vísindastörf en rannsóknir tengdar lífríki sjávar, fjöru og stranda hafa verið umfangsmestar ásamt vistfræðirannsóknum á fuglum. Stofan hefur einnig tekið ríkan þátt í þjónustu- og umhverfisrannsóknum er tengjast sérsviðum hennar og samstarfsaðilanna að Garðvegi 1, sem og kennslu á háskólastigi.

Samkvæmt lögum skal forstöðumaður náttúrustofu hafa háskólapróf í náttúrufræði eða þekkingu sem meta má til jafns við það. Hann er í forsvari fyrir stofuna í heild, stjórnar daglegum rekstri hennar og ræður að henni annað starfslið með samþykki stjórnar, eftir því sem fjármagn fæst til hverju sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024