Leit hefur verið hætt
Leit að manninum sem féll í sprungu í Grindavík á miðvikudaginn, hefur verið hætt.
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði að þetta væri mjög þungbær ákvörðun en hættan sem stafaði að leitarfólki væri það mikil að ekki væri forsvaranlegt að halda leitinni áfram.






