Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leit hafin á ný
Mynd tekin á miðnætti þegar leit hafði verið frestað.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 12. janúar 2024 kl. 11:11

Leit hafin á ný

Leit hófst á ný í morgun af manninum sem féll niður í sprungu á miðvikudaginn en leit hafði verið hætt í gærkvöldi vegna ótryggra aðstæðna á vettvangi.

Mikið hefur rignt undanfarna daga og það hefur gert björgunarfólki erfitt fyrir og þess vegna var ákvörðun tekin í gærkvöldi um að fresta leit en hún hófst strax í morgun. Blíða er í Grindavík í dag og því ekkert til fyrirstöðu að halda leit áfram af fullum krafti. 

„Við ákváðum að stöðva leitina á tólfta tímanum í gærkvöldi því talsvert grjóthrun hafði verið og við töldum okkur ekki geta tryggt öryggi leitarfólks. Það er ekki gott að segja til um hvernig leitin gangi, við erum bara í ákveðnu aðgerðum þarna niðri og aðstæður eru erfiðar en leit hefur samt sem áður gengið vel miðað við aðstæður. Við ætlum okkur að finna þennan mann,“ sagði Úlfar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Allt var komið á fullt í morgunsárið.