Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leit að erlendum ferðamanni við gosstöðvarnar
Mynd frá Björgunarsveitinni Þorbirni úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 26. júní 2021 kl. 09:26

Leit að erlendum ferðamanni við gosstöðvarnar

Leit að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Fagradal hefur staðið yfir síðan í gær.

Maðurinn varð viðskila við konuna um þrjúleytið í gærdag og stóð leit að honum yfir í gær og nótt. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar, skyggni lélegt og svartaþoka, en aðstæður líta talsvert betur út núna. Búið er að kalla út björgunarsveitir af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi auk þess að þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni síðan skyggni batnaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024