VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Leit að erlendum ferðamanni við gosstöðvarnar
Mynd frá Björgunarsveitinni Þorbirni úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 26. júní 2021 kl. 09:26

Leit að erlendum ferðamanni við gosstöðvarnar

Leit að erlendum ferðamanni sem varð viðskila við eiginkonu sína við gosstöðvarnar í Fagradal hefur staðið yfir síðan í gær.

Maðurinn varð viðskila við konuna um þrjúleytið í gærdag og stóð leit að honum yfir í gær og nótt. Aðstæður til leitar hafa verið erfiðar, skyggni lélegt og svartaþoka, en aðstæður líta talsvert betur út núna. Búið er að kalla út björgunarsveitir af Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandi auk þess að þyrla Landhelgisgæslunnar hefur tekið þátt í leitinni síðan skyggni batnaði.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25