Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Þriðjudagur 28. ágúst 2001 kl. 09:41

Leikskólinn Holt stækkaður

Reykjanesbær hefur skipað starfshóp vegna fyrirhugaðar stækkunar á leikskólanum Holti í Innri - Njarðvík.
Starfshópinn skipa Guðríður Helgadóttir leikskólafulltrúi, en hún er formaður hópsins. Sveinn Númi Vilhjálmsson bæjarverkfræðingur, Reynir Valbergsson fjármálastjóri og Kristín Helgadóttir leikskólastjóri Holts.
Starfshópurinn hóf störf 21. ágúst og mun hann meta hvort hagkvæmara sé að stækka leikskólann og hvernig það verði gert eða hvort selja eigi núverandi húsnæði og byggja nýjan leikskóla. Störfum starfshópsins mun ljúka mánaðarmótin september/október.
Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner