Leikskólinn Holt hlýtur tæpar fjórar milljónir króna í Erasmuns+ styrk
Leikskólinn Holt fékk nýverið úthlutað náms- og þjálfunarstyrk frá Rannís að upphæð 30.385 evrur eða um 3.8 milljónir króna. Styrkurinn er úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlun ESB. Heiti umsóknar Holts er „Skapandi börn í starfrænum heimi.“
Holt er einn af 19 leik-, grunn og framhaldsskólum sem hljóta styrk að þessu sinni og eina stofnunin á Reykjanesi sem fær styrk. Þó má geta þess að Skólar ehf. fengu styrk en þeir reka m.a. leikskólann Háaleiti á Ásbrú. Þá hlaut Keilir Aviation Academy styrk í flokknum starfsmenntunar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í flokki fullorðinsfræðslu.
Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun Evrópusambandsins er stærsta áætlun í heimi á þessu sviði. Ísland fær árið 2018 um 9 milljónir evra eða ríflega 1,1 milljarð króna til úthlutunar. Þar af eru um 870 m.kr. til menntahlutans.
Alls voru um 500 milljónum króna var úthlutað í ár, sem er meira en áður hefur verið gert. Alls 43 verkefni voru styrkt og njóta um eitt þúsund einstaklingar styrksins. Þeir eru frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum. Alls bárust 77 umsókn um styrki að upphæð um 850 m.kr og hefur aldrei verið sótt um hærri upphæð.