Leikskólinn Hjallatún gefur út handbók
Leikskólinn Hjallatún hefur gefið út handbókina „Í hringekju eru allir snjallir“ þar sem fjölgreindarkenning Howard Gardners er útfærð af starfsfólki leikskólans. Bókin er hugsuð fyrir þá sem vilja nota hugmyndafræði Howard Gardners í leikskólastarfi.
Frá því að leikskólinn Hjallatún var stofnaður hefur verið unnið út frá Fjölgreindarkenningu Howard Gardners. Árið 2010 fannst stjórnendum leikskólans eins og hugmyndafræði leikskólans væri aðeins á pappírum en ekki í leik og starfi. Stjórnendur þurftu því að setjast niður með sínu fólki og taka ákvörðun um hvað ætti að gera við þessa hugmyndafræði.
Ákveðið var að fara af stað og efla hugmyndafræði leikskólans og koma henni inn í leik og starf á Hjallatúni og hófst þá þróunarverkefnið með Hringekjuna og Fjölgreindarkenningu Howard Gardners. Eftir fjögur ár í stöðugri þróun hefur leikskólinn gefið út handbókina ,,Í hringekju eru allir snjallir“ þar sem Fjölgreindarkenningin er útfærð í leikskólanum Hjallatúni.