Leikskólinn Garðasel stækkar
Nú standa yfir miklar framkvæmdir við leikskólann Garðasel í Reykjanesbæ. Húsakosturinn er að stækka en nú er unnið í viðbyggingum upp á um 200 fermetra. Gert er ráð fyrir að þeim framkævmdum ljúki eftir um mánuð. Það er verktakafyrirtæk Hjalta Guðmundssonar sem annast byggingaframkvæmdir.Þá er unnið að stækkun bílastæða og hellulögn. Að sögn Andrésar Hjaltasonar á aðbúnaður eftir að batna mikið með tilkomu viðbygginganna, en samhliða stækkun leikskólans er börnum það fjölgað.
Garðasel hefur nýlega hafið starfsemi sína að nýju eftir sumarleyfi og nú verða börn og iðnaðarmenn að vinna saman á svæðinu.
Garðasel hefur nýlega hafið starfsemi sína að nýju eftir sumarleyfi og nú verða börn og iðnaðarmenn að vinna saman á svæðinu.