Leikskólastjórar sækja Aðalþing heim
- Fræðst um hugmyndafræði Reggio Emilia
Leikskólafulltrúi og leikskólastjórar í Reykjanesbæ og Garði fóru á dögunum í athyglisverða og fræðandi heimsókn í leikskólann Aðalþing í Kópavogi. Leikskólinn vinnur í anda ítölsku hugmyndafræðinnar Reggio Emilia. Frá þessu er greint á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Þar er lögð áhersla á ýmsa nýbreytni í leikskólastarfinu eins og lýðræði og valdeflingu með börnunum, fljótandi námskrá og upplýsingatækni með öllum árgöngum.
Í lok heimsóknarinnar var leikskólanum afhent ljósmyndabók um Reykjanes sem þakklætisvottur fyrir góðar mótttökur.