Leikskólabörnin eru dugleg að taka til hendinni
Krakkarnir í Garðaseli eru búin að vera dugleg að gera hreint í kringum að undanförnu sig enda er Grænn apríl í gangi hjá þeim um þessar mundir. Þessir strákar tíndu fullan poka af rusli og var af nógu að taka. Ætla þeir að hvetja alla til þess að horfa vel í kringum sig og hjálpast að við að gera umhverfið okkar snyrtilegra.
Mynd: Strákarnir voru greinilega ánægðir með afraksturinn.