Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leikskólabörn vilja hundaskítinn burt
Mánudagur 23. apríl 2012 kl. 12:01

Leikskólabörn vilja hundaskítinn burt

Leikskólabörn Tjarnarsels láta sig umhverfið varða


Í tilefni af Degi umhverfisins og Græns apríl ætla elstu börnin í Tjarnarseli að fara 25. apríl í ýmsar stofnanir og verslanir í bæjarfélaginu og fá leyfi til að hengja þar upp myndir sem þau hafa útbúið, hundaeigendum til umhugsunar.
Börnin í leikskólanum eru dugleg að fara í vettvangsferðir með leikskólakennurum sínum um bæinn okkar og finnst þeim skrýtið hvað margir skilja hundaskít eftir hundana sína á gönguleiðum þeirra.

Í samráði við kennarana útbjuggu börnin myndir með ýmsum ráðum til hundaeigenda sem eru eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þú sem átt hund, muna að þrífa eftir hann
Þú þarft að taka með þér poka
Þrífa upp kúkinn
Burt með hundaskít
Þetta gerir bæinn okkar ljótan