Leikskólabörn fengu ósk sína uppfyllta
Síðastliðinn vetur sóttu nemendur í leikskólanum Tjarnarseli heim Árna Sigfússon bæjarstjóra og fluttu fyrir hann ljóð um Keflavík sem þau höfðu verið að læra í skólanum.
Í framhaldi var rætt um það sem betur mætti fara í bænum, og börnin verða vör við á sínum mörgu gönguferðum um nágrenni leikskólans.
Lágvöxnustu íbúarnir sögðust ekki sjá upp fyrir grjóthleðsluna á gönguferðum sínum við Ægisgötuna og báðu um að settur yrði útsýnispallur ofan á grjóthleðsluna. Hugmyndinni fylgdi teikning sem sýndi mögulega útfærslu. Vel var tekið í hugmyndina á þessum fundi og í sumar var settur upp pallur við steintröllin tvö. Það er því ekkert lengur því til fyrirstöðu að börnin á Tjarnarseli njóti útsýnisins í Reykjanesbær eins og aðrir.
Mynd/Reykjanesbaer.is: Myndin sýnir hugmynd leikskólabarnanna sem lögð var fyrir bæjarstjóra sl. vetur.
Í framhaldi var rætt um það sem betur mætti fara í bænum, og börnin verða vör við á sínum mörgu gönguferðum um nágrenni leikskólans.
Lágvöxnustu íbúarnir sögðust ekki sjá upp fyrir grjóthleðsluna á gönguferðum sínum við Ægisgötuna og báðu um að settur yrði útsýnispallur ofan á grjóthleðsluna. Hugmyndinni fylgdi teikning sem sýndi mögulega útfærslu. Vel var tekið í hugmyndina á þessum fundi og í sumar var settur upp pallur við steintröllin tvö. Það er því ekkert lengur því til fyrirstöðu að börnin á Tjarnarseli njóti útsýnisins í Reykjanesbær eins og aðrir.
Mynd/Reykjanesbaer.is: Myndin sýnir hugmynd leikskólabarnanna sem lögð var fyrir bæjarstjóra sl. vetur.