Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 31. október 2000 kl. 11:58

Leikskólabörn á brunavarnaæfingum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja, Eldvarnaeftirlitið og leikskólar í Reykjanesbæ, Garði og Vogum eru nú í samstarfsverkefni varðandi eldvarnir í leikskólum. Reynt er að gera æfingarnar eins raunverulegar og hægt er. Maður frá Eldvarnaeftirlitinu fer í leikskóla og kemur þar fyrir reykvél sem framleiðir skaðlausan sviðsreyk. Þá fer brunaviðvörunarkerfið í gang og slökkviliðið mætir á vettvang eins og um venjulegt útkall væri að ræða. Hlutverk starfsfólks er að rýma húsnæðið og koma börnunum í öruggt skjól. Nákvæmar tímamælingar fara fram á hversu langan tíma það tekur slökkviliðið að komast á staðinn, rýmingartíma og þar til reykköfun er að fullu lokið og allir einstaklingar fundnir. „Við höfum staðið fyrir slíkum æfingum í samstarfi við fyrrgreinda aðila síðan 1997“, segir Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja. „Æfingarnar hafa gengið vel og það er greinilegt að fólk kann betur til verka, heldur en þegar við vorum að byrja.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024