Leikskólabarn kom með lamb og kind í skólann
Það var heldur betur líf og fjör á leikskólanum Gefnarborg í Garði í síðustu viku. Þá var börnunum velkomið að koma með gæludýrin sín í leikskólann. Auk hefðbundinna gæludýra eins og fugla og hunda, þá var komið með kind og lamb í leikskólann. Einnig voru fiskar og kanínur á meðal þess sem börnin komu með í leikskólann í síðustu viku.
Mynd af vefsíðu Sveitarfélagsins Garðs þar sem sjá má kindina og lambið.