Leikmyndasmiðir Flags of our Fathers væntanlegir í dag
Leikmyndasmiðir eru væntanlegir hingað til lands í dag, þriðjudag, til að hefja undirbúning að tökum á stórmynd sem byggð er á bókinni Flags of our Fathers. Myndin verður tekin upp í Stóru Sandvík í landi Reykjanesbæjar á Reykjanesi og við Arnarfell í landi Hafnarfjarðar í Krýsuvík.
Stórleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood og framleiðandinn Steven Spielberg eru væntanlegir hingað til lands síðar í sumar en gert er ráð fyrir að upptökur hefjist fyrrihluta ágústmánaðar.
Myndin fjallar um árás Bandaríkjamanna á eyjuna, Iwo Jima í Japan en í innrásinni var tekin ein frægasta ljósmynd stríðstíma þegar bandarískir hermenn reistu fána þjóðar sinnar á Iwo Jima.
Hundruð starfsmanna frá kvikmyndaverinu í Hollywood eru væntanlegir en þeir munu m.a. gista í Reykjanesbæ og víðar.
Í gær veitti Landgræðslan jákvæða umsögn um að leyft yrði að taka upp kvikmyndina Flag of the Fathers, sem leikstýrð er af Clint Eastwood, í Arnarfelli við Krýsuvík. Var það gert á þeim forsendum að fyrirtækið sem stendur að gerð myndarinnar vill standa vel að verki og tryggja að skilið sé við landið í góðu ásigkomulagi.
Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar hefur beitt sér gegn því að þetta verði leyft á þeim forsendum að rask á landinu verði of mikið en Landgræðslan er greinilega ekki á sama máli, segir á vikurfrettir.is (hafnfirsku útgáfu Víkurfrétta) í gær.
Í umsögn Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni kemur í meginatriðum fram að þetta land sé nú þegar orðið mjög raskað og því sé þetta langt frá því að vera ósnortið land. Það séu helst hlíðarnar í Arnarfelli sem séu viðkvæmar en í flestum tilvikum sé þó auðvelt að gera lagfæringar ef skemmdir verða. Uppgræðsla mun hins vegar taka einhver ár. Kvikmyndafyrirtækið mun hins vegar leggja metnað í að varðveita landslagsheild svæðisins.
Þess má geta að svæðið sem um er rætt hefur verið nýtt sem beitarhólf fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes en landsvæðið er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Stórleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood og framleiðandinn Steven Spielberg eru væntanlegir hingað til lands síðar í sumar en gert er ráð fyrir að upptökur hefjist fyrrihluta ágústmánaðar.
Myndin fjallar um árás Bandaríkjamanna á eyjuna, Iwo Jima í Japan en í innrásinni var tekin ein frægasta ljósmynd stríðstíma þegar bandarískir hermenn reistu fána þjóðar sinnar á Iwo Jima.
Hundruð starfsmanna frá kvikmyndaverinu í Hollywood eru væntanlegir en þeir munu m.a. gista í Reykjanesbæ og víðar.
Í gær veitti Landgræðslan jákvæða umsögn um að leyft yrði að taka upp kvikmyndina Flag of the Fathers, sem leikstýrð er af Clint Eastwood, í Arnarfelli við Krýsuvík. Var það gert á þeim forsendum að fyrirtækið sem stendur að gerð myndarinnar vill standa vel að verki og tryggja að skilið sé við landið í góðu ásigkomulagi.
Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar hefur beitt sér gegn því að þetta verði leyft á þeim forsendum að rask á landinu verði of mikið en Landgræðslan er greinilega ekki á sama máli, segir á vikurfrettir.is (hafnfirsku útgáfu Víkurfrétta) í gær.
Í umsögn Andrésar Arnalds hjá Landgræðslunni kemur í meginatriðum fram að þetta land sé nú þegar orðið mjög raskað og því sé þetta langt frá því að vera ósnortið land. Það séu helst hlíðarnar í Arnarfelli sem séu viðkvæmar en í flestum tilvikum sé þó auðvelt að gera lagfæringar ef skemmdir verða. Uppgræðsla mun hins vegar taka einhver ár. Kvikmyndafyrirtækið mun hins vegar leggja metnað í að varðveita landslagsheild svæðisins.
Þess má geta að svæðið sem um er rætt hefur verið nýtt sem beitarhólf fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes en landsvæðið er í eigu Hafnarfjarðarbæjar.