Leikið sér í snjónum
Krakkarnir hafa eflaust kæst mikið þegar þau vöknuðu í gær og litu út um gluggann. Nú gátu þeir loksins farið í snjógallann og kuldaskóna og drifið sig út að leika sér. Um allan bæ var að finnan krakka að leik í gær ýmist á snjóþotum eða á snjóbretti, í snjókasti eða bara á röltinu. Ekki var betur séð en að ánægjusvipurinn hafi skynið af hverju andliti enda krakkarnir búnir að bíða lengi eftir fyrst almennilega snjónum. Einn strákur sem ljósmyndari Víkurfrétta smellti mynd af sagði að hann hefði verið búinn að bíða eftir þessu í allan vetur. "Loksins kom snjórinn maður, ég hélt að hann myndi bara aldrei koma", sagði hann um leið og hann hljóp í burtu og hélt áfram að leika sér í snjónum.
Þess má geta að fyrir þá sem áhuga hafa á skíðaiðkun og hafa beðið lengi eftir að geta komist á skíði að Bláfjöll eru opin í dag til kl. 18:00. Fólk er þó beðið að fylgjast með aðstæðum og athuga áður en haldið er af stað hvort ekki sé allt í góðu.
Þess má geta að fyrir þá sem áhuga hafa á skíðaiðkun og hafa beðið lengi eftir að geta komist á skíði að Bláfjöll eru opin í dag til kl. 18:00. Fólk er þó beðið að fylgjast með aðstæðum og athuga áður en haldið er af stað hvort ekki sé allt í góðu.