Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leikherbergi barna opnað í Víðihlíð
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 21:12

Leikherbergi barna opnað í Víðihlíð

Nú hefur barnafólki verið gert auðveldara að heimsækja íbúa og vistfólk á Víðihlíð í Grindavík þar sem nýtt leikherbergi barna hefur verið tekið í notkun. Herbergið er þar sem áður var móttökuherbergi við aðalinngang hjúkrunardeildarinnar. Það var nýtt stuðningsfélag Víðihlíðar sem sá um að útbúa leikherbergið og koma þar fyrir leikföngum. Félagið er stofnað af starfsfólki og aðstandendum íbúa og vistfólks.Á sumardaginn fyrsta var efnt til kaffisamsætis í Víðihlíð af starfsfólki og aðstandendum. Með kaffisamsætinu er hugmyndin að bjóða upp á tilbreytingu í mannlífinu á staðnum og einnig að afla fjár til að geta aukið enn á fjölbreytnina. Við þetta tækifæri voru einnig afhentar gjafir frá Lionskonum í Grindavík, Kiwanis og Þorbirni Fiskanesi.

Samskonar stuðningsfélag er í burðarliðnum á Garðvangi í Garði.

Myndin: Úr nýja leikherberginu. VF/Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024