LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR: STÆLTIR STÓÐHESTAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Ákvörðun hefur verið tekin um að Stæltir stóðhestar, sýning Leikfélags Keflavíkur sem hlotið hefur einstaklega góða aðsókn, verði sett upp á fjölum Þjóðleikhússins þann 16. maí.Á hverju ári býðst nokkrum áhugaleikhúsum að koma sýningum sínum að hjá Þjóðleikhúsinu. Nefnd á vegum Þjóðleikhússins sótti Leikfélag Keflavíkur heim á dögunum og leist svo vel á að sýningin var valin úr hópi 12 áhugaleiksýninga. Þetta er mikill heiður fyrir Leikfélag Keflavíkur og vonandi skella þeir Suðurnesjamenn sem enn hafa ekki séð sýninguna sér til Reykjavíkur, og sjá stóðhestana þar