Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Benedikt búálf í Frumleikhúsinu
Frá æfingu á dögunum.
Sunnudagur 23. febrúar 2020 kl. 12:05

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Benedikt búálf í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir föstudaginn 28. febrúar fjölskylduleikritið Benedikt Búálf í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur sem hefur komið víða við sem leikstjóri og leikkona.

Að sögn Ingridar er leikhópurinn frábær. „Þetta er góð blanda af reyndu fólki og nokkrum sem eru að stíga sín fyrstu skref á leiksvið, valin manneskja í hverju hlutverki.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Æfingar hafa staðið yfir frá því eftir áramót en undirbúningur hófst í desember. Sýningin er ákaflega lífleg, flott dansatriði og geggjaðir búningar. Þá má ekki gleyma hljómsveitinni sem spilar stóran þátt í sýningunni.

Þegar blaðamaður leit inn á æfingu í vikunni var verið að leggja lokahönd á sviðsmynda- og ljósavinnu sem umgjörð um þessa skemmtilegu sýningu.

Þá er gaman að geta þess að Frumleikhúsið hefur heldur betur fengið upplyftingu þar sem búið er að parketleggja fremri salinn og taka gestasalernin í gegn. Það er óhætt að láta sig hlakka til að mæta í fallegt Frumleikhús með alla fjölskylduna og horfa á enn eina snilldaruppfærslu Leikfélags Keflavíkur.

Allar nánari upplýsingar um sýningatíma má finna á Fésbókarsíðu Leikfélags Keflavíkur.