Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leika verk eftir Inga Garðar í Duushúsum
Þriðjudagur 5. júlí 2005 kl. 16:08

Leika verk eftir Inga Garðar í Duushúsum

The Slide Show Secret heldur tónleika í kvöld 5. júlí í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 20:00. The Slide Show Secret, var stofnað af Kristjáni Orra Sigurleifssyni kontrabassaleikara og Evu Zöllner harmónikuleikara. Þýsk/íslenska dúettið leikur nýja tónlist og munu þau á ferð sinni um landið í sumar kynna efnisskrá sem þau hafa gefið nafnið Harmonies.

Ingi Garðar Erlendsson, sem er frá Reykjanesbæ er einn þeirra sem hefur unnið með tónlistamönnunum, auk Steingrím Rohloff og Peter Gahn. En þessi hljóðfærasamsetning er mjög sérstök. Þá verða leikin verk eftir John Cage, Karolínu Eiríksdóttur, Matthias Pintscher, Helmut Zapf og fleiri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024