Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leiguverð Íbúðalánasjóðs í takt við almennt leiguverð segir framkvæmdastjóri
Miðvikudagur 2. maí 2012 kl. 15:44

Leiguverð Íbúðalánasjóðs í takt við almennt leiguverð segir framkvæmdastjóri



Sigurður Erlingsson framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hafði samband við Víkurréttir vegna fréttar um fund sem bæjarstjóri Garðs átti á dögunum með fulltrúum Íbúðalánasjóðs þar sem farið var yfir eignastöðu sjóðsins í Garðinum.

Sigurður sagði það sem komi fram í fréttinni í þröngum skilningi vera staðreyndarlega rétt en hins vegar ekki gefa rétta mynd af stöðu Íbúðalánasjóðs á leigumarkaði. Hann segir Íbúðalánasjóð aðeins hafa heimildir til að leigja út fasteignir til ábúanda þegar eign kemst í eigu sjóðsins, og megi aðeins leigja á almennum markaði ef skortur er á leigueignum. Þau leiguverð sem Íbúðalánasjóður býður eru alltaf í takt við almennt leiguverð á hverju svæði, þannig að sjóðurinn sé hvorki að undir- eða yfirbjóða leiguverð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað varðar Ásbrú, þá segir Sigurður að ljóst sé að þar sé verið að bjóða lægri leiguverð en þekkjast hjá öðrum leigusölum á Suðurnesjum.

Sjá fyrri frétt: Leiguverð Íbúðalánasjóðs hærra en í boði er á Ásbrú