Leiguverð Íbúðalánasjóðs hærra en í boði er á Ásbrú
Bæjarstjóri Garðs átti á dögunum fund með fulltrúum Íbúðalánasjóðs þar sem farið var yfir eignastöðu sjóðsins í Garðinum. Íbúðalánasjóður átti í lok mars 28 eignir, auðar voru 16, í útleigu voru 7 og óíbúðahæfar 4 og eina eign sem flokkast undir annað.
Rætt var mikilvægi þess að Íbúðalánasjóður léti meta eignir sínar og kæmi þeim í söluferli sem fyrst, en alls á sjóðurinn um 500 eignir á Suðurnesjum.
Einnig að mikilvægt væri að fólki sem væri að missa eignir sínar yrði gert kleift með öllum ráðum að leigja þær áfram eins og gert er ráð fyrir samkvæmt starfsreglum sjóðsins. Leiguverð Íbúðalánasjóðs á eignum í Garði eru samkvæmt upplýsingum hærra en það leiguverði sem er í boði á Ásbrú en það skekkir stöðuna á leigumarkaði.