Leigusamningur vegna nýrrar félagsmiðstöðvar undirritaður
Í dag var undirritaður leigusamningur milli Reykjanesbæjar og Vélsmiðjunar Óðins á húsnæði að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Við það tilefni afhenti Árni Sigfússon bæjarstjóri leigusamninginn til menningar-, íþrótta og tómstundarsviðs sem hyggst nýta húsnæðið undir félags og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk.Í húsnæðinu er gert ráð fyrir að starfræktar verði tvær félagsmiðstöðvar, ein fyrir fólk á grunnskólaaldri - Fjörheimar og ein fyrir 16 ára og eldri - 16+. Húsnæðið er mjög stórt og rúmgott og hentar vel fyrir félagsmiðstöð. Á næstunni mun vinna hefjast við að koma húsinu í rétt stand og er gert ráð fyrir því að fyrsti áfanginn klárist á þessu ári.