Leigusamningum í október fækkar milli ára
Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum voru 73 í október síðastliðnum eða 6,4 prósentum færri en í október í fyrra. Í september síðastliðnum var fjöldinn 94. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
Þinglýstum leigusamningum fjölgar víðast hvar um landið sé miðað við október í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu er hækkunin 18,1 prósent en þar voru gerðir 371 samningur í október fyrra en 438 í október í ár. Fjölgunin er 80 prósent á Vestfjörðum, 16, 9 prósent á Norðurlandi og 59,1 prósent á Suðurlandi en þar voru gerðir 22 þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði í október í fyrra en 35 í ár.