Leiguíbúðir aldraðra við Kirkjuveg afhentar í dag
Í dag voru formlega afhentar leiguíbúðir aldraðra við Kirkjuveg 5. Hjalti Guðmundsson ehf var verktaki húsins en það er afrakstur könnunar sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar gerði á högum aldraðra og varð niðurstaðan meðal annars sú að bæta þyrfti framboð á ódýru leiguhúsnæði. Kostnaður við verkið er 190 milljónir eða 7,5 milljón á hverja íbúð. Aðgengi hjólastólanotenda er gott um íbúðirnar og út á skjólgóðar svalir. Svalirnar eru inndregnar og veita aukna möguleika á birtu í stofurými. Framkvæmdir við verkið hófust í fyrravor og gekk mjög vel og er húsið hið glæsilegasta. Andrés Hjaltason afhendi Skúla Skúlasyni forseta bæjarstjórnar húsið í dag fyrir hönd Hjalta Guðmundssonar ehf.