Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leigubílastöð í gamla þvottahús SBK
Föstudagur 15. nóvember 2002 kl. 12:36

Leigubílastöð í gamla þvottahús SBK

Framkvæmda- og tækniráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt ósk Oddgeirs Garðarssonar um að breyta bílaþvottahúsi að Hafnargötu 12 í Keflavík í bílageymslu og aðstöðu fyrir leigubílastöð.
Fyrir hefur legið um nokkust skeið að leigubílastöð Aðalstöðvarinnar muni flytja úr þeirri aðstöðu sem hefur verið til fjölda ára á Aðalstöðinni ofar á Hafnargötunni. Ekki er tekið fram í fundargerðinni hver leigubílastöðin er - en það eru talsverð tíðindi þegar stöðin flytur niður í bæ. Þar með verður Aðalstöðin leigubílastöð komin miðsvæðis, en flestir skemmtistaðir bæjarins eru á sömu slóðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024