Leifturhraði með 4G á ljósanótt
Íbúar í Reykjanesbæ og gestir þeirra á Ljósanótt geta nú nýtt sér 4G háhraða netsamband Vodafone en bæjarfélagið bættist á dögunum við ört stækkandi 4G þjónustusvæði fyrirtækisins.
Varanlegur 4G sendir hefur verið settur upp við Eyjavelli auk þess sem færanlegur 4G sendir verður einnig á svæðinu fram yfir Ljósanótt, svo samband haldist hnökralaust þrátt fyrir fólksfjölda.
Flutningshraði 4G tengingar er umtalsvert meiri en 3G og jafnast á við góða heimanettengingu. Tengingin er einnig mun afkastameiri og býður upp á meira gagnamagn. Með 4G má sem dæmi með auðveldum hætti fylgjast með beinum sjónvarpsútsendingum á spjaldtölvum eða í snjallsímanum, fylgjast með fréttum og veðurspá eða streyma tónlist og myndefni greiðlega. Allt sem þarf er 4G sími eða netbúnaður sem getur tengt eitt eða fleiri tæki við 4G netið.
Það ætti því enginn ætti að þurfa vera netsambandslaus á ferðum sínum um rokkbæinn, hvort heldur sem er um helgina eða á öðrum tímum, segir í tilkynningu frá Vodafone.