Leifsstöðvarstækkun til Egilsstaða?
Tilboð opnuð í stærsta verkhluta stækkunar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í dag. Leifsstöð verður tvöfölduð að stærð á næstu 13 mánuðum. Stækkunin mun kosta um fjóra milljarða króna.Tilboð í stærsta verkhlutann voru opnuð í dag og átti fyrirtækið Höygaard og Schultz í Danmörku og Miðvangur hf. á Egilsstöðum lægsta boð, rétt tæpan milljarð króna. Tilboð í frágang flughlaða voru einnig opnuð í dag og voru Íslenskir aðalverktakar með lægsta boð, 87 milljónir króna. Stöð 2 greindi frá þessu nú í kvöld.