Leifsstöð hf.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar og rekstur Fríhafnarinnar verður settur undir nýtt hlutafélag sem stofnað verður til að yfirtaka daglegan rekstur í stöðinni.Unnið hefur verið að málinu (með nokkurri leynd) að undanförnu en samkvæmt heimildum vf.is hefur verið rætt um að Ómar Kristjánsson, forstjóri flugstöðvarinnar verði yfirmaður nýja hlutafélagsins en hann var ráðinn til eins árs þegar núverandi staða hans var auglýst á síðasta ári. Sem kunnugt er hefur verið mikið ritað og rætt um ráðningu Ómars og hún vægast sagt verið umdeild. Þessi hlutafélagsvæðing verður kynnt á ríkistjórnarfundi í fyrramálið og eftir hádegi hafa starfsmenn Fríhafnarinnar verið boðaðir á fund þar sem þeim verður kynnt málið. Eftir þessa breytingu mun forstjóri Fríhafnarinnar heyra undir nýja stjórn en hann hefur hingað til ekki haft neina yfirstjórn.