Leifsstöð áminnt vegna reykherbergis
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja hefur samþykkt að áminna Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir að fara ekki að lögum um tóbaksvarnir og reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum og heimila flugfarþegum reykingar í rýmum innandyra. Þetta kemur fram í síðustu fundargerð nefndarinnar.Nokkuð hefur hefur borið á gagnrýni vegna reykingaaðstöðu í Flugstöðinni, sem er opinber stofnun. Sömuleiðis hefur verið gagnrýnt að á Alþingi er aðstaða fyrir reykingafólk, sömu stofnun og setti tóbaksvarnarlögin. Málið kom til tals á Alþingi fyrir skemmstu og var heilbrigðisráðherra greinilega lítið skemmt yfir reykherbergi löggjafarsamkundunar.






