Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leiðrétting vegna fréttar um útkall slökkviliðs
Miðvikudagur 21. júlí 2004 kl. 22:46

Leiðrétting vegna fréttar um útkall slökkviliðs

Eins glæsileg og nýuppgerð Hafnargatan er hefur þó verið sett út á skort á merkingum, m.a. við hringtorg og gangstéttir. Þá varð ökumaður fyrir því leiðinlega atviki á dögunum að aka utan í umferðareyju sem sást ekki í fyrir snjóföl og skemmdi dekk og felgu.

Bæjaryfirvöld hafa loks brugðist við kröfum um úrbætur. Starfsmenn frá Nesprýði hafa verið að koma skiltunum fyrir af miklum myndarleik við erfiðar aðstæður og er nú svo komið að allar umferðareyjur og gangbrautir neðst á Hafnargötu eru merktar í bak og fyrir. Svo vel að mörgum finnst sem þar hafi keyrt um þverbak. Skiltin eru svo þétt að það er engu líkara en að Árni hafi misst sig á útsölu og sé að koma dótinu í umferð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024