Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leiðrétting vegna fréttar af leikskólum
Fimmtudagur 7. desember 2006 kl. 14:25

Leiðrétting vegna fréttar af leikskólum

Í Víkurfréttum í dag er birt frétt þar sem teknar eru saman tölulegar upplýsingar af leikskólum í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði. Í orðalagi hennar má lesa að engir biðlistar séu á leikskólum en rétt er að taka fram að í þessu sambandi var átt við leikskóla í Reykjanesbæ eingöngu, þótt annað hafi mátt lesa úr textanum.

Einnig má geta þess að ekki eru biðlistar í Garði, samkvæmt upplýsingum þaðan. Ekki tókst að afla upplýsinga frá Sandgerði í dag um stöðuna þar, þar sem ekki náðist í hlutaðeigandi aðila.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024