Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leiðrétting á frétt um áhyggjur Samgöngustofu af útblæstri frá Thorsil
Mynd af kísilveri Thorsil úr matsskýrslu Mannvits. Áætlað er að það verði byggt á næstu misserum.
Mánudagur 6. febrúar 2017 kl. 16:17

Leiðrétting á frétt um áhyggjur Samgöngustofu af útblæstri frá Thorsil

Frétt var birt á vef Víkurfrétta síðasta fimmtudag þar sem vitnað var í frétt á Vísi, þess efnis að Samgöngustofa hafi sent athugasemd til Umhverfisstofnunar vegna mögulegra áhrifa útblásturs frá verksmiðju Thorsil á aðflug flugvéla á Keflavíkurflugvelli þegar svokallaðir neyðarskorsteinar eru notaðir. Hið rétta er að Samgöngustofu barst nafnlaus ábending varðandi flugöryggi. Þar sem athugasemdin viðkemur ekki verkefnum Samgöngustofu var hún áframsend til Umhverfisstofnunar. Það er því ekki rétt að Samgöngustofa hafi gert umrædda athugasemd.

Í tilkynningu frá Samgöngustofu segir að hvað aðflugsferla varðar, þá gildi um þá strangar reglur sem settar eru af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Samgöngustofa hafi eftirlit með að sé framfylgt. Þær reglur snúast að miklu leyti um getu loftfarsins til aðflugs og lendingar en ná ekki til mengunarmála. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024